• mán. 15. jún. 2020
  • Fræðsla

UEFA Pro nám í fullum gangi

UEFA Pro þjálfarnámskeið er í fullum gangi þessa dagana, en er þetta í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið á Íslandi.

Námið hófst í febrúar síðastliðinn og er búist við því að það taki um 18 mánuði.

Hópurinn hefur setið ýmsa fyrirlestra og námskeið á þessum tíma. Hann er búinn með einn dag í íþróttasálfræði, þrjá daga um leiðtogahæfni þar sem kennt og gist var í Borgarnesi og einn dag um fjölmiðla.

Meðlimir hópsins hafa einnig skilað af sér stóru leikstílsverkefni. Framundan í náminu er meðal annars leikgreining, áætlanagerð út frá leikstíl og GPS mælingum. Nemarnir fara einnig erlendis og kynna sér vinnuumhverfi og aðferðir í atvinnumannafélagi og ýmislegt fleira.