• þri. 23. jún. 2020
  • Fræðsla

Hvert er samfélagslegt virði íslenskrar knattspyrnu?

Hvert er samfélagslegt virði íslenskrar knattspyrnu?  Hversu mikils virði er hver einasti knattspyrnuiðkandi fyrir okkar samfélag og hversu miklu verðmæti skilar það að halda þessum iðkanda sem lengst í knattspyrnu?  Rannsókn sem unnin er í samstarfi KSÍ og UEFA og er í formi rafræns spurningalista er ætlað að varpa ljósi á þetta.  Leitast er við að svara því hvert samfélagslegt verðmæti (Social Return on Investment – SROI) íslenskrar knattspyrnu er.

Hlekkur á spurningalistann er hér að neðan og hvetur KSÍ sem flesta til að svara honum.  Því fleiri svör sem fást, því sterkari eru niðurstöðurnar, sem verður svo hægt að nýta til að styrkja stöðu knattspyrnuhreyfingarinnar og vekja athygli á mikilvægi hennar í okkar samfélagi.

Hlekkur á spurningakönnunina