• fös. 26. jún. 2020
  • Landslið
  • U21 karla
  • COVID-19

U21 karla - Breytingar á undan- og lokakeppni í ljósi Covid-19

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

UEFA hefur tilkynnt um breytingar á undan- og lokakeppni EM 2021 hjá U21 karla. 

Undankeppni EM 2021 hefur verið framlengd þangað til í nóvember 2020 og hefur verið ákveðið að fella niður umspilið.

Þær níu þjóðir sem vinna sína riðla fara áfram í úrslitakeppnina ásamt þeim fimm þjóðum sem hafa bestan árangur í öðru sæti riðlanna.

Úrslitakeppnin, sem haldin er í Ungverjalandi og Slóveníu, verður nú tvískipt. Fyrri hluti lokakeppninnar fer fram í mars 2021, 24.-31. mars, þar sem leikið verður í fjórum riðlum með fjórum liðum í hverjum riðli. Tvö efstu lið riðlanna fara síðan áfram í átta liða úrslit. 

Í átta liða úrslitum verða leiknir tveir leikir í Slóveníu og tveir í Ungverjalandi, í undanúrslitum verður leikur í báðum löndum og úrslitaleikurinn fer síðan fram í Slóveníu.

Ísland er í þriðja sæti eftir fimm leiki í sínum riðli í undankeppninni.

Riðill Íslands