• fös. 03. júl. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19
  • Mjólkurbikarinn
  • Pepsi Max deildin

Drög að leikjadagskrá Pepsi Max deilda karla og kvenna eftir 1. ágúst

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að leikjadagskrá Pepsi Max deilda karla og kvenna frá 1. ágúst.

Í þessum drögum er jafnframt búið að tímasetja leiki sem var frestað vegna Covid-19.

Pepsi Max deild karla

Niðurröðun leikja í Pepsi Max deild karla tekur mið af leikjadagskrá í Evrópukeppnum félagsliða, en það eru Breiðablik, FH, KR og Víkingur R. Ásamt því þarf að koma fyrir frestuðum leikjum Stjörnunnar.

Núverandi niðurröðun gerir ekki ráð fyrir því að lok mótsins breytist.

Leikjadagskrá Pepsi Max deildar karla

Pepsi Max deild kvenna - Mjólkurbikar kvenna

Niðurröðun leikja tekur mið af því að koma þarf fyrir frestuðum leikjum úr 4. og 5. umferð deildarinnar ásamt leikjum Vals í Evrópukeppni félagsliða.

Nokkrar viðamiklar breytingar eru gerðar á mótunum og má sjá þær helstu hér að neðan:

-Keppni Pepsi Max deildar kvenna færist aftur um eina viku.

-Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna færist til 31. október.

-8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna færist frá 24. júlí til 11-12. ágúst svo koma megi fyrir frestuðum leikjum úr 4. umferð Pepsi Max deildar kvenna.

Leikjadagskrá Pepsi Max deildar kvenna

Leikjadagskrá Mjólkurbikars kvenna

Athugasemdafrestur

Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða vandlega meðfylgjandi drög og lesa þau saman við aðra leiki félagsins. 

Frestur til að koma að athugasemdum er til miðvikudagsins 8. júlí. 

Athugasemdir sendist á birkir@ksi.is