• mið. 08. júl. 2020
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

16-liða úrslit á föstudag og laugardag

16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram á föstudag og laugardag - sex leikir á föstudeginum 10. júlí og tveir á laugardeginum 11. júlí.  Dregið verður í 8-liða úrslit í beinni útsendingu á Stöð 2 sport kl. 18:00 á laugardag.

Föstudagurinn 10. júlí

Valur - ÍBV

KR - Tindastóll

Þróttur R. - FH

Stjarnan - Selfoss

Fylkir - Breiðablik

Haukar - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir

Laugardagurinn 11. júlí

Þór/KA - Keflavík

ÍA - Augnablik

Smellið hér til að skoða leikina nánar

Allir fyrrverandi bikarmeistarar kvenna eru enn með í keppninni og ekkert félag utan þeirra sem leika í 16 liða úrslitum í ár hafa orðið bikarmeistarar.  Valur hefur oftast orðið bikarmeistari, eða 13 sinnum, en skammt undan er Breiðablik með 12 bikarmeistaratitla.  Selfoss er ríkjandi Mjólkurbikarmeistari og bættist í þennan hóp í fyrra þegar félagið vann bikarinn í fyrsta sinn.

Smellið hér til að skoða yfirlit yfir fyrri bikarmeistara og bikarúrslitaleiki

Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net