• þri. 04. ágú. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Fundað með Almannavörnum

(Uppfærð grein)

KSÍ fundaði í dag, þriðjudag, með fulltrúum Almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna Covid-19. Meðal umræðuefnis voru æfingar og keppnisleikir fullorðinna jafnt sem yngri iðkenda. Stjórn KSÍ kom saman í kjölfarið og samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna sem fara áttu fram dagana 5.-7. ágúst. 

Von er á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnarlækni í dag, þriðjudag, og eru vonir bundnar við að minnisblaðið svari flestum spurningum KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar um mótahald og æfingar. Í kjölfar minnisblaðsins mun KSÍ skoða leiðir til lausna í samráði við sóttvarnaryfirvöld og ræddi stjórnin m.a. um að breyta tilmælum KSÍ um Covid varúðarráðstafanir (viðauki við handbók leikja) í bindandi ákvæði. 

Jafnframt var ítrekað að eins og staðan er nú eru æfingar knattspyrnuliða heimilar ef 2 metra nándarmörk eru virt og búnaðar sótthreinsaður.

Covid-19 tengdar fréttir og tilkynningar á vef KSÍ

Tilmæli KSÍ vegna Covid-19