• mið. 19. ágú. 2020
  • Landslið
  • A karla
  • A kvenna
  • COVID-19

Engir áhorfendur á landsleikjum í september

UEFA hélt í dag samráðsfund með framkvæmdastjórum knattspyrnusambanda í Evrópu.

Á fundinum staðfesti UEFA að engir áhorfendur verði á leikjum landsliða í september, en staðan verður endurskoðuð fyrir leikina í október.

Fjórir landsleikir verða á Íslandi í september.

A landslið karla mætir Englandi 5. september.

A landslið kvenna mætir Lettlandi 17. september og Svíþjóð 22. september.

U21 ára landsliðs karla mætir Svíþjóð 4. september.