• mið. 16. sep. 2020
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

KR mætir Flora Tallinn á fimmtudag

Íslandsmeistarar KR mæta Flora Tallinn frá Eistlandi í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á fimmtudag.  Leikurinn fer fram á Lilleküla Stadium í Tallinn og hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Leikmannahópur eistneska liðsins er eingöngu skipaður heimamönnum, skv. upplýsingum á vef UEFA og dómarateymi leiksins kemur frá Noregi.

KR-ingar mættu skosku meisturunum í forkeppni Meistaradeildar UEFA í ágúst en biðu lægri hlut í Glasgow og færðust þess vegna yfir í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála á vef UEFA.

Evrópudeildin á vef UEFA