• mán. 05. okt. 2020
  • COVID-19
  • Mótamál

100 áhorfendur í hverju rými

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tóku þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október.  Meðal þess sem kemur fram í reglugerð er að keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Varðandi áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu.

ÍSÍ bíður frekari fyrirmæla frá fulltrúum sóttvarnalæknis og almannavarna ríkisins og verða upplýsingar birtar um leið og staðan skýrist.

Nánar á vef stjórnarráðsins