• þri. 06. okt. 2020
  • COVID-19
  • Mótamál
  • Landslið

Íþróttir utandyra heimilar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi 7. október. Samkomutakmarkanir sem tóku gildi 5. október gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog.

Hertar takmarkanir fela m.a. í sér eftirfarandi:

  • Nálægðarmörk verða 2 metrar.
  • Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.

Börn fædd 2005 og síðar:

  • Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er heimil.
  • Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
  • Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.

Nánar á vef Stjórnarráðsins