• þri. 03. nóv. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Niðurstaða móta meistaraflokks 2020

Eins og fram kom á föstudag samþykkti stjórn KSÍ að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem samþykkt var og gefin út í júlí síðastliðnum. Niðurstaða móta meistaraflokks er því þessi.

Pepsi Max deild kvenna
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Valur er í Evrópusæti.
FH og KR flytjast í Lengjudeild.

Mjólkurbikar kvenna
Bikarmeistarar verða ekki krýndir.

Lengjudeild kvenna
Tindastóll og Keflavík fara upp í Pepsi Max deild.
Fjölnir og Völsungur flytjast í 2. deild.

2. deild kvenna
Grindavík og HK fara upp í Lengjudeild.

Pepsi Max deild karla
Valur er Íslandsmeistari.
FH, Stjarnan og Breiðablik eru í Evrópusætum.
Grótta og Fjölnir flytjast í Lengjudeild.

Mjólkurbikar karla
Bikarmeistarar verða ekki krýndir.

Lengjudeild karla
Keflavík og Leiknir R. fara upp í Pepsi Max deild.
Magni og Leiknir F. flytjast í 2. deild.

2. deild karla
Kórdrengir og Selfoss fara upp í Lengjudeild.
Víðir og Dalvík/Reynir flytjast í 3. deild.

3. deild karla
KV og Reynir S. fara upp í 2. deild.
Vængir Júpíters og Álftanes flytjast í 4. deild.

4. deild karla
ÍH og KFS fara upp í 3. deild.

Smellið hér til að skoða lokastöðu liða

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net