• fim. 12. nóv. 2020
  • Landslið
  • U21 karla

Island mætir Ítalíu í undankeppni EM 2021

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 ára landslið karla mætir Ítalíu í dag í undankeppni EM 2021 og fer leikurinn fram á Víkingsvelli.

Leikurinn hefst kl. 13:15 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum.

Gríðarleg spenna er í riðlinum fyrir lokaumferðirnar. Ítalía og Írland eru í 1. og 2. sæti með 16 stig, Ítalía eftir sjö leiki og Írland átta leiki. Svíþjóð og Ísland eru svo í 3. og 4. sæti með 15 stig. Svíþjóð hefur leikið átta leiki en Ísland sjö.

Ísland mætir síðan Írlandi sunnudaginn 15. nóvember, en leik liðsins gegn Armeníu hefur verið frestað, en hann átti að fara fram 18. nóvember.

Liðið í efsta sæti fer beint áfram í lokakeppni EM 2021 ásamt þeim fimm liðum með bestan árangur í öðru sæti riðlanna.

Leikir sem liðin eiga eftir:

Ísland

Ísland - Ítalía 12. nóvember

Írland - Ísland 15. nóvember

Armenía - Ísland 18. nóvember (frestað)

Ítalía

Ísland - Ítalía 12. nóvember

Lúxemborg - Ítalía 15. nóvember

Ítalía - Svíþjóð 18. nóvember

Írland

Írland - Ísland 15. nóvember

Lúxemborg - Írland 18. nóvember

Svíþjóð

Armenía - Svíþjóð 13. nóvember (frestað)

Ítalía - Svíþjóð 18. nóvember

Riðillinn