• mán. 16. nóv. 2020
  • Mótamál

Þátttökutilkynning í Deildarbikarinn 2021

Félög geta nú staðfest þátttöku sína í Deildarbikarnum 2020, í síðasta lagi fimmtudaginn 24. október.

Heimild til þátttöku

Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2020 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2021 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Þátttökugjöld

Ekki verða innheimt þátttökugjöld í Lengjubikarnum 2021. 

Keppnisfyrirkomulag

Eins og staðan er núna þá er gert ráð fyrir að fyrirkomulag mótsins verði í megin atriðum eins og verið hefur undanfarin ár.

Mótanefnd KSÍ skoðar samt sem áður hvort rétt sé að gera einhverjar breytingar. Allar hugmyndir aðildarfélaga KSÍ eru vel þegnar.

Reglugerð mótsins er á vef KSÍ:

Reglugerðin

Leikstaðir

Leikir Lengjubikarsins fara að mestu fram á heimavöllum félaga sem félögin sjálf leggja til og ekki er innheimt vallarleiga fyrir. Einnig verður leikið á öðrum völlum eftir þörfum.

Reynt verður að hafa keppni í B- og C-deild svæðaskipta.

Utanferðir félaga og aðrir viðburðir

Mjög mikilvægt er að tilkynna mótanefnd um þá daga sem félagið getur ekki leikið vegna æfingaferða eða annarra viðburða. Ekki er hægt að ganga að því vísu að gerðar verði færslur á leikjum í úrslitakeppnum vegna æfingaferða félaga, þó það verði reynt.

Þátttökutilkynningin