• mán. 16. nóv. 2020
  • Agamál
  • Stjórn

Úrskurður í máli KR gegn Stjórn KSÍ

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli nr. 11/2020 KR gegn Stjórn KSÍ. Hefur málinu verið vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

Í niðurstöðukafla segir m.a.:

„Af framangreindum ákvæðum reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál leiðir að ekki er gert ráð fyrir að ákvarðanir sem teknar eru af KSÍ eða í þessu tilfelli stjórn KSÍ sæti kæru til aga- og úrskurðarnefndar nema sérstök heimild liggi til þess í lögum eða reglugerðum KSÍ. Af hálfu kæranda hefur ekki verið vísað til slíkra heimilda og brast kæranda samkvæmt framangreindu heimild til þess að kæra KSÍ enda getur það ekki verið varnaraðili málsins, sbr. gr. 7.4 reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fær þetta jafnframt stoð í dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2016.“

Frestur málsaðila til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 3 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar er kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Smellið hér til að skoða úrskurðinn í heild sinni