• mán. 30. nóv. 2020
  • Lög og reglugerðir
  • Mannvirki

Breytingar á reglugerðum um félagaskipti, mót og leikvanga

Á fundi stjórnar KSÍ 26. nóvember voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Einnig samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.  Breytingarnar voru kynntar með dreifibréfi nr. 18/2020.

Um er að ræða eftirfarandi breytingar:

1. Breytingar er snúa að samningsgerð á milli félaga og leikmanna í samræmi við reglugerð FIFA

2. Breytingar á skráningargjaldi vegna félagaskipta leikmanna

3. Málsmeðferð fyrir samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ.

a. Breytingar til samræmis á starfsreglum samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ.

b. Nýtt eyðublað vegna ágreiningsmála sem vísað er til samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ.

4. Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga vegna nýrrar leyfisreglugerðar KSÍ (útgáfu 4.3.)

Breytingar þessar taka mið af breytingum sem samþykktar hafa verið á leyfisreglugerð KSÍ (útgáfu 4.3) og varða m.a. leyfiskerfi kvenna í efstu deild. Varðandi reglugerð um knattspyrnumót þá er samhljóma ákvæði að finna í kafla um meistaraflokk karla, greinum 23.1.11 og 23.1.12. Sömuleiðis í reglugerð um knattspyrnuleikvanga, þá er forsendum er varða leikvanga í efstu deild kvenna bætt við þar sem fjallað er vallarflokk C.

Smellið hér til að skoða dreifibréf til félaga

Smellið hér til að skoða eyðublöð

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.