• lau. 05. des. 2020
  • Fræðsla

5. desember ár hvert er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn

Fimmti dagur desembermánaðar ár hvert er hinn alþjóðlegi sjálfboðaliðadagur.  Eins og knattspyrnuhreyfingin þekkir vel þá gegna sjálfboðaliðar gríðarlega mikilvægu hlutverki í íþróttahreyfingunni.

Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi. Knattspyrnuhreyfingin treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetur KSÍ þig til að hafa samband við það félag sem þú hefur áhuga á að starfa fyrir og bjóða fram krafta þína.  Smelltu á hlekkinn hér að neðan og hafðu endilega samband.

Aðildarfélög KSÍ