• mán. 07. des. 2020
  • Landslið
  • A karla

Dregið í undankeppni HM 2022 í dag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið verður í undankeppni HM 2022 í dag og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss.

Drátturinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á vef FIFA.

Vefur FIFA

Efsta lið hvers riðils kemst beint í lokakeppni HM í Katar 2022 og liðin sem hafna í 2. sæti fara í umspil um sæti í lokakeppninni, ásamt tveimur liðum með bestan árangur í Þjóðadeild UEFA af þeim sem ekki hafa þá þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni eða umspilinu í gegnum undankeppnina (1. eða 2. sæti í sínum riðli).

Styrkleikaflokkarnir byggja á röð liða á styrkleikalista FIFA og líta svona út:

Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Ítalía, Króatía, Danmörk, Þýskaland og Holland.

Flokkur 2: Sviss, Wales, Pólland, Svíþjóð, Austurríki, Úkraína, Serbía, Tyrkland, Slóvakía og Rúmenía

Flokkur 3: Rússland, Ungverjaland, Írland, Tékkland, Noregur, Norður-Írland, Ísland*, Skotland, Grikkland og Finnland.

Flokkur 4: Bosnía og Hersegóvína, Slóvenia, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Albanía, Búlgaría, Ísrael, Hvíta-Rússland, Georgía og Lúxemborg.

Flokkur 5: Armenía, Kýpur, Færeyjar*, Aserbaídsjan, Eistland, Kósovó, Kasakstan, Litháen, Lettland og Andorra.

Flokkur 6: Malta, Moldóva, Liechtenstein, Gíbraltar og San Marínó.

* Ísland og Færeyjar geta ekki dregist saman í riðil vegna veðurfarslegra þátta.