• mán. 14. des. 2020
  • Fræðsla
  • Landslið

Líkamlegar og sálfræðilegar mælingar KSÍ og HR árið 2021

Í janúar og febrúar 2021 munu tveir meistaranemar, í Íþróttavísindum og þjálfun við Háskólann í Reykjavík (HR), fara um landið og framkvæma frammistöðumælingar á öllum knattspyrnuiðkendum á Íslandi sem fæddir eru árið 2005.

Mælingarnar eru samstarfsverkefni milli HR og KSÍ og snúa að uppbyggingu og framþróun á líkamlegri getu íslenskra knattspyrnuiðkenda. Frammistöðumælingarnar eru þær sömu og gerðar hafa verið á kvennalandsliðum Íslands undanfarin ár. Meistaranemi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík mun einnig framkvæma mælingar á sálfræðilegum þáttum samfara líkamlegu mælingunum.

Með frammistöðumælingunum er hægt að fylgjast með og meta frammistöðu og líkamlegt atgervi iðkenda auk þess að gera enn frekari grein fyrir styk- og veikleikum leikmanna. Með endurtekningu á stöðluðum frammistöðumælingum verður til gagnagrunnur sem gefur KSÍ vísbendingu um stöðu þjálfunar á Íslandi á sama tíma og þær gefa þjálfurum hugmynd um hversu áhrifaríkar þjálfunaraðferðir þeirra eru.

Í byrjun janúar 2021 munu meistaranemarnir hafa samband við einn 3. flokks þjálfara hjá hverju aðildarfélagi.