• mán. 21. des. 2020
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Skýrsla starfshóps um fjölgun leikja í Pepsi Max deild karla

Í desember 2019 skipaði stjórn KSÍ starfshóp sem átti að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi í Pepsi Max deild karla. Sá starfshópur skilaði af sér niðurstöðu í lok janúar 2020.

Á ársþingi KSÍ í febrúar 2020 var samþykkt að skipaður yrði starfshópur til að fara ítarlega yfir málið og þá kosti sem reifaðir höfðu verið.  Sá starfshópur hefur nú skilað skýrslu um viðfangsefnið og verður sú skýrsla kynnt fyrir félögum í Pepsi Max deild karla á fundi í dag, mánudag.

Smellið hér að neðan til að skoða skýrslu starfshópsins í heild sinni. 

Starfshópur um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja - Skýrsla til stjórnar KSÍ þann 17. desember 2020

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net