• mán. 21. des. 2020
  • eFótbolti

Tap hjá íslenska karlalandsliðinu í eFótbolta gegn Noregi

Ísland tapaði 1-2 gegn Noregi í eFótbolta í vináttuleik á föstudaginn.

Leiknir voru þrír leikir, en það voru þeir Aron Þormar Lárusson, Bjarki Már Sigurðsson og Alexander Aron Hannesson sem léku fyrir hönd Íslands. 

Bjarki Már Sigurðsson mætti Andreas Bakken og hafði Bakken betur með 2-1 sigri. Alexander Aron Hannesson tapaði einnig sínum leik, í framlengingu, gegn Lasse Nielsen og endaði hann 3-4. Aron Þormar Lárusson vann hins vegar sinn leik, 2-0, gegn Jørgen Haugeland.

Norska landsliðið er talið eitt það besta á þessum vettvangi og var því frábært að sjá strákana standa sig vel á móti liðinu.

Upptaka af leikjunum