• mið. 03. feb. 2021
  • Fræðsla

KSÍ IV B þjálfaranámskeið

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ IV B þjálfaranámskeið á næstu vikum. Það fyrra er helgina 19.-21. febrúar og það síðara er helgina 5.-7. mars. Námskeiðið er hluti af KSÍ B þjálfaragráðunni og þátttökurétt hafa allir sem setið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III og KSÍ IV A þjálfaranámskeið.

Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í knattspyrnuhúsinu Egilshöll í Grafarvogi.

Drög að dagskrá námskeiðsins má finna neðst í fréttinni. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar og verður uppfærð dagskrá sett inn á heimasíðuna á næstu dögum.

Námskeiðið kostar 15.000 kr. og opið er fyrir skráningu.

Skráning á námskeiðið 19.-21. febrúar (skráningu lýkur 17. febrúar)

Skráning á námskeiðið 5.-7. mars (skráningu lýkur 3. mars)

Drög að dagskrá