• þri. 09. feb. 2021
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Drög að niðurröðun Pepsi Max deildar karla 2021

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum Pepsi Max-deildar karla keppnistímabilið 2021. Mótið hefst Sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl, með opnunarleik Vals og ÍA. Þrír leikir fara fram 23. apríl og tveir 24. apríl í fyrstu umferð.

Báðir nýliðar deildarinnar hefja leik á útivelli, Leiknir R. heimsækir Stjörnuna á meðan Keflavík fer á Víkingsvöll og mætir þar Víking R. Fyrstu umferð lýkur síðan á stórleik á Kópavogsvelli þegar Breiðablik og KR mætast.

Leikir í 1. umferð

Valur - ÍA

Stjarnan - Leiknir R.

Víkingur R. - Keflavík

Fylkir - FH

HK - KA

Breiðablik - KR

Lokaumferðin

Það er nóg um áhugaverða leiki í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. Helst ber að nefna Kópavogsslag þegar Breiðablik og HK mætast, en einnig verður stórleikur á Samsung vellinum þegar Stjarnan tekur á móti KR.

Fylkir - Valur

KA - FH

Breiðablik - HK

Stjarnan - KR

Víkingur R. - Leiknir R.

Keflavík - ÍA

Drög að niðurröðun Pepsi Max deildar karla