• þri. 23. feb. 2021
  • Fræðsla

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir

Ungmennafélögin UMFN og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir á aldrinum 6 -13 ára.  Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og Íþróttafélagið Nes. 

Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum iðkendum mætt á þeirra forsendum.  Námskeiðið hefst 28. febrúar og lýkur 25. apríl, gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 krónur.  Skráning er hafin á keflavik.felog.is og umfn.felog.is

Nánari uplýsingar veita íþróttastjórar Keflavíkur og UMFN:

Um verkefnið á vef UMFN

Um verkefnið á vef Keflavíkur

Umfjöllun um verkefnið í morgunútvarpi RÚV