• mið. 17. mar. 2021
  • COVID-19
  • Mótamál

Breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 18. mars

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars. Þær fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  • b-liður 4. mgr. verður svohljóðandi: Allir gestir séu skráðir í númeruð sæti, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin verði varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
  • Við f-lið bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 50 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila.  Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Þá er sala eða boð um veitingar ekki heimil í hléi.
  • Við bætist nýr stafliður sem verður g-liður, svohljóðandi: Umgengni í hverju hólfi skal vera í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis þar að lútandi svo koma megi í veg fyrir blöndun milli hólfa.

Skoða nánar á vef Stjórnarráðsins