• þri. 23. mar. 2021
  • Landslið
  • U21 karla

Undirbúningur U21 karla gengur vel í Györ í Ungverjalandi

Ísland leikur fyrsta leik sinn á EM 2021 á fimmtudag, en þá mætir liðið Rússlandi í Györ.

Undirbúningur liðsins hófst hér í Györ í Ungverjalandi á sunnudag, en leikmenn liðsins voru að týnast inn á sunnudag og mánudag. Fyrsta æfing liðsins fór fram á mánudag og æfir liðið við fínar aðstæður hér i Györ.

Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörk og Frakklandi og hefja strákarnir leik gegn Rússum á fimmtudaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst hann kl. 17:00. Strákarnir mæta svo Dönum á sunnudag og Frakklandi á miðvikudag.

Allir leikirnir þrír fara fram á sama velli, Gyirmóti Stadion í Györ.