• fös. 16. apr. 2021
  • Mótamál
  • COVID-19
  • Lengjubikarinn
  • Stjórn

Keppni stöðvuð í Lengjubikarnum og Meistarakeppnin fer ekki fram

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. apríl að stöðva keppni í öllum deildum Lengjubikarsins 2021 og að Meistarakeppni KSÍ 2021 fari ekki fram.   

Úr fundargerð stjórnar:

Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir upphaf móta meistaraflokka. Pepsi Max deild karla og forkeppni Mjólkurbikars karla munu hefjast síðar en til stóð. Aðrar deildir meistaraflokka og Mjólkurbikar kvenna eru óbreytt og leikið skv. núverandi leikjadagskrá. Staðan varðandi Lengjubikar og Meistarakeppni KSÍ var rædd. Stjórn KSÍ samþykkti að stöðva keppni í öllum deildum Lengjubikars KSÍ 2021 (karla og kvenna) að tillögu mótanefndar – keppninni er þar með lokið og ekki verða krýndir meistarar. Þá tók stjórn ákvörðun um að Meistarakeppni KSÍ (karla og kvenna) fari ekki fram árið 2021.