• þri. 20. apr. 2021
  • Lög og reglugerðir
  • Mótamál
  • COVID-19

Breytingar á fjórum reglugerðum kynntar með dreifibréfi nr 2/2021

Í dreifibréfi nr. 2/2021 sem sent var til aðildarfélaga í vikunni eru kynntar breytingar sem orðið hafa á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, reglugerð um aðgönguskírteini og reglugerð um ferðaþátttökugjald. Þá er kynnt ný reglugerð um landsliðs- og heiðursviðurkenningar.

Um ræðir eftirfarandi breytingar í grófum dráttum:

1. Breytingar á reglum um leikmannaskiptingar í 2. og 3. aldursflokki.

I. Öllum varamönnum heimilt að koma inn á með þeirri takmörkun að aðeins er heimilt að nota þrjár leikstöðvanir til skiptinga í síðari hálfleik.

II. Sjá nánar í dreifibréfi.

2. Ákvæði til bráðabirgða í reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini.

I. Aðgönguskírteini gilda ekki á meðan fjöldatakmarkanir miða við færri en 500 áhorfendur á hverju svæði/rými.

3. Ákvæði til bráðabirgða vegna fyrirkomulags á ferðaþátttökugjaldi árið 2021

I. Gjald verður ekki innheimt en inneign félags sem myndast skv. útreikningi verður greidd af KSÍ

II. Meðfylgjandi er útreikningur á ferðaþátttökugjaldi fyrir árið 2021.

4. Ný reglugerð um landsliðs- og heiðursviðurkenningar.

I. Ný reglugerð sem tekur við af eldri reglugerð. Ákvæði reglugerðar skýra sig sjálf.

II. Sjá nánar í dreifibréfi.

Aðildarfélög hafa verið hvött til að kynna sé efni dreifibréfsins gaumgæfilega.

Skoða dreifibréf