• þri. 06. júl. 2021
  • Fundargerðir

2255. fundur stjórnar KSÍ - 29. júní 2021

2255. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn þriðjudaginn 29. júní 2021 og hófst kl. 12:00.  Fundurinn fór fram með fjarfundabúnaði. 

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Valgeir Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín (varamaður í stjórn, tók sæti fyrir Ragnhildi Skúladóttur) .

Fjarverandi:  Ragnhildur Skúladóttir og Orri Hlöðversson

Mættur framkvæmdastjóri:  Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar. 
    • Fundargerð síðasta stjórnarfundar var samþykkt á milli funda á rafrænan hátt af öllum stjórnarmönnum sambandsins.

  2. Fundargerðir nefnda og starfshópa voru lagðar fram til kynningar.
    • Rekstrarstjórn Laugardalsvallar
    • Mannvirkjanefnd 21. júní 2021
    • Mannvirkjanefnd 23. júní 2021

  3. Reglugerðir.
    • Gísli Gíslason formaður laga og leikreglnanefndar kynnti tillögu um breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga (samningsbrot leikmanna ofl.).  Samráð var við Leikmannasamtökin og ÍTF í ferlinu.  Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi. 
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri ræddi um kynningu á þessum breytingum og rafrænum félagskiptum á fundi með félögunum í haust.  Þá upplýsti Klara stjórn ennfremur um að rafrænt félagaskiptakerfi KSÍ var opnað í gær.  Kerfið er mikið framfaraskref fyrir hreyfinguna.

  4. Mótamál.
    • Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum.  Fagnaðarefni er að takmörkunum hafi verið aflétt.  Dræm mæting á völlinn er áhyggjuefni og skoða þarf möguleg viðbrögð.  Dregið var í Mjólkurbikarnum í gær, í 16 liða úrslitum karla og undanúrslitum kvenna.  Rætt um frestanir vegna NMU16 kvenna.  Niðurröðun fyrir seinni hluta Pepsi Max-deild karla verður staðfest fljótlega.  Starfshóparnir sem skipaðir voru í tengslum við deildarkeppnir eru að hefja störf.  Rætt um færslu leikja á milli valla.

  5. Mannvirkjamál
    • Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynntu tillögur mannvirkjanefndar um úthlutanir úr mannvirkjasjóði 2021.  Fjörtíu og þrjár umsóknir bárust í mannvirkjasjóð KSÍ og er heildarkostnaður við áætlaðar framkvæmdir tæpir 4,3 milljarðar kr.  Til úthlutunar í ár eru 30 milljónir.  Mannvirkjanefnd KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ fóru yfir innsendar umsóknir á fundum nefndarinnar þann 21. og 23. júní sl.   Unnið var heildstætt mat á öllum umsóknum og þær metnar með hliðsjón af gildandi skorkorti.  Þannig var unninn listi með einkunnagjöf sem er grunnurinn að tillögu til stjórnar KSÍ.  Stjórn KSÍ fór yfir tillögu mannvirkjanefndar og samþykkti eftirfarandi úthlutanir úr mannvirkjasjóði 2021:

      Afturelding - LED/vallarklukka 500.000
      FH - Grasæfingasvæði 4.000.000
      Fram - Nýr aðalvöllur og æfingasvæði 6.000.000
      Hamar - Gervigras, varamannaskýli og markatafla 2.100.000
      HK - LED/vallarklukka 500.000
      ÍA - Ný sæti 750.000
      ÍA - Þaki lyft og endurnýjað 900.000
      ÍBV - Vallarklukka 500.000
      Keflavík - Búningsklefar 1.000.000
      Keflavík - Girðing 1.100.000
      Keflavík/Njarðvík - Nýr gervigrasvöllur 3.750.000
      KR - Sparkvöllur 400.000
      Njarðvík - Æfingaaðstaða 1.850.000
      Tindastóll - Stúkubygging 5.500.000
      Vestri - Endurbætur klefar 400.000
      Víkingur - Búningsklefar 750.000

    • Stjórn KSÍ endurstaðfesti úthlutun til Dalvíkur vegna framkvæmda á velli (framkvæmd hófst 2019) og til HK vegna framkvæmda á battavelli (framkvæmd hófst 2020).

  6. Rætt um landsliðsmál
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fór yfir komandi landsliðsverkefni.  Fyrsti fundur nýrrar unglinganefndar (sameinuðu unglinganefnd karla og kvenna) var í síðustu viku.

  7. Önnur mál
    • Skipan starfshóps um stefnumótun KSÍ.  Stjórn KSÍ samþykkti að skipa Guðni Bergsson, Gísli Gíslason, Borghildur Sigurðardóttur, Klöru Bjartmarz og Ómar Smárason í starfshóp um stefnumótun KSÍ.
    • Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, kynnti niðurstöður UEFA varðandi innleiðingu staðla um góða stjórnarhætti (good governance).
    • Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ kynnti beiðni um samstarf vegna Global Goals World Cup, 8.-10. nóvember 2021 sem fram fer í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.  Stjórn KSÍ samþykkti að taka þátt í verkefninu.
    • Guðni Bergsson formaður KSÍ ræddi um stöðuna varðandi Laugardalsvöll/þjóðarleikvang.  Næsta skref er að framkvæma markaðskönnun.  KSÍ knýr á að niðurstaða málsins fáist í haust.
    • Lagt var fram bréf frá ÍSÍ vegna tilnefningar til samráðsvettvangs rafíþrótta.  Stjórn KSÍ samþykkti að tilnefna Stefán Svein Gunnarsson markaðsstjóra KSÍ.  

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 13:40
Klara Bjartmarz.