• þri. 13. júl. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Valur mætir Dinamo Zagreb í dag í Meistaradeild Evróu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur mætir Dinamo Zagreb í dag, þriðjudag, í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn fer fram á Origo vellinum og hefst hann kl. 20:00. Miðasala á leikinn er í gangi í Stubbi.

Fyrri leikur liðanna fór fram á Maksimir vellinum í Zagreb fyrir viku síðan og endaði hann með 3-2 sigri Dinamo Zagreb. Valsmenn lentu 3-0 undir, en á frábærum kafla í lok leiks skoruðu þeir Kristinn Freyr Sigurðsson og Andri Adolphsson sitt hvort markið. Það er því ljóst að viðureignin er galopin, en þess má geta að UEFA ákvað á dögunum að fella niður regluna um útivallamörk.

Allir á völlinn!