• fim. 19. ágú. 2021
  • Fræðsla

KSÍ þjálfaranámskeið næsta vetur

KSÍ er aðili að Þjálfarasáttmála UEFA og vegna skilyrða í sáttmálanum hefur verið ákveðið að breyta áður auglýstri dagskrá á námskeiðahaldi fyrir komandi vetur.

Dagsetningar næsta vetrar má finna á vef KSÍ.

Dagsetningar námskeiða

Fyrstu námskeiðin þetta haustið eru á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðunum. KSÍ B 1 námskeiðið er opið þeim sem eru með 2. stigs þjálfararéttindi, þ.e. klárað hafa KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Einnig geta leikmenn sem eiga 10 A-landsleiki eða fleiri sótt um að fá KSÍ C þjálfaragráðuna metna og geta hafið nám á KSÍ B þjálfaragráðunni.

KSÍ I og KSÍ II námskeiðin verða að KSÍ C þjálfaragráðu (UEFA C þjálfaragráðu) og hefst hún í janúar 2022.

Ef það eru einhverjar spurningar sem vakna geta áhugasamir haft samband við fræðsludeild KSÍ.