• mið. 25. ágú. 2021
  • Skrifstofa
  • Lög og reglugerðir

Kolbrún Arnardóttir til KSÍ

KSÍ hefur ráðið Kolbrúnu Arnardóttur lögfræðing til starfa tímabundið á skrifstofu KSÍ frá og með 1. september (kolbrun@ksi.is). Kolbrún, sem er jafnframt starfsmaður hjá Bonafide lögmönnum, verður í 50% starfi hjá KSÍ og tekur yfir hluta af verkefnum Hauks Hinrikssonar lögfræðings KSÍ, sem verður í námsleyfi frá miðjum september 2021 til loka maí 2022 á meðan hann sækir nám í alþjóðlegri samningagerð og gerðardómsrétti við háskóla í Sviss.

Kolbrún hefur starfað hjá Bonafide lögmönnum frá árinu 2012. Hún útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2016. Kolbrún hefur áralanga reynslu af því að starfa í knattspyrnuhreyfingunni, m.a. sem formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki í Árbæ undanfarin ár en einnig hefur hún setið í Laga- og leikreglnanefnd KSÍ frá fyrri hluta árs 2020.

KSÍ býður Kolbrúnu velkomna til starfa.