• fös. 27. ágú. 2021
  • Landslið
  • U17 karla

1-3 tap hjá U17 karla gegn Finnlandi

U17 karla tapaði 1-3 í síðari vináttuleik liðsins gegn Finnlandi, en leikið var í Helsinki.

Finnland skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og bættu svo öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks. Finnar skoruðu svo þriðja mark sitt á 78. mínútu, en Benoný Breki Andrésson minnkaði muninn fyrir Ísland í uppbótartíma. 1-3 tap staðreynd, en Ísland vann fyrri leik þjóðanna 2-1 á miðvikudag.

Næsta verkefni strákana er undankeppni EM 2022, en dagana 22.-28. október mæta þeir Ungverjalandi, Eistlandi og Georgíu og verður riðillinn leikinn í Ungverjalandi.