• fös. 27. ágú. 2021
  • Mótamál
  • COVID-19

Grímuskylda felld brott á viðburðum utandyra

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera enn frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi 28. ágúst. Grímuskylda á viðburðum utandyra verður felld brott.

Af vef Stjórnarráðsins:

Ekki krafa um grímu hjá sitjandi gestum á íþróttaviðburðum

Grímuskylda hefur almennt ekki verið utandyra nema á viðburðum svo sem íþróttakappleikjum þar sem gestir eru sitjandi en ekki hægt að virða eins metra nálægðarmörk. Með reglugerðinni sem tekur gildi á morgun verður ekki lengur þörf á að bera grímu við þessar aðstæður utandyra.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins