• þri. 07. sep. 2021
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - 1-1 jafntefli gegn Grikklandi

U21 karla gerði 1-1 jafntefli gegn Grikklandi í undankeppni EM 2023.

Grikkir voru meira með boltann í byrjun leiks en þó án þess að skapa sér einhver færi. Það var því aðeins gegn gangi leiksins þegar Kolbeinn Þórðarson skoraði með langskoti. Staðan orðin 1-0 um miðjan fyrri hálfleik. Íslenska liðið komst betur inn í leikinn eftir þetta og komst í tvö góð færi, en markvörður Grikkja varði skot strákana vel. Grikkjum tókst hins vegar að jafna metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því jöfn þegar flautað var til hálfleiks.

Síðari hálfleik var jafn og bæði lið héldu boltanum ágætlega. Hvorugu liðinu tókst þó að skora og 1-1 jafntefli var því niðurstaðan. Ísland fær því fjögur stig af sex mögulegum í þessum tveimur leikjum í september, en liðið vann Hvíta Rússland 2-1 í fyrri leik liðsins í mánuðinum.

Næsti leikur strákanna er gegn Portúgal 12. október og fer hann fram á Würth vellinum.