• mið. 08. sep. 2021
  • Fræðsla

Afreksþjálfun Unglinga - UEFA Elite A Youth

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þjálfaranámskeiðið Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite A Youth) hefst 12. nóvember 2021.

Aðaláhersla námskeiðsins er hvernig vinna eigi með og þjálfa efnilega leikmenn á 4. til 2. flokks aldri.

16 þjálfarar fá pláss á námskeiðinu en inntökuskilyrði er að þjálfari hafa að minnsta kosti lokið KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu. Verði umsóknir á námskeiðið fleiri en 16 mun fræðslunefnd KSÍ velja á milli umsækjenda.

Samkvæmt Leyfiskerfi KSÍ þá þurfa yfirþjálfarar yngri flokka hjá félögum í tveimur efstu deildum karla og efstu deild kvenna að hafa þessa þjálfaragráðu.

Umsækjendur þurfa að fylla út skjalið hér neðst í fréttinni og senda á Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóra KSÍ, á arnarbill@ksi.is fyrir 1. október 2021.

Námskeiðið er um 120 kennslustundir frá nóvember 2021 til febrúar 2022 . Þátttökugjald er 100.000 krónur.

Kennsludagsetningar

AU 1, 12. – 14. nóvember, í KSÍ
15. nóvember – 15. desember, verkefnavinna – unnið hjá félagi

AU 2, 3. – 5. desember, í KSÍ
6. desember 2021 – 28. febrúar 2022, einstaklingsverkefni, unnið hjá félagi

Umsóknareyðublað