• mið. 15. sep. 2021
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland mætir Svíþjóð í dag

U19 kvenna mætir Svíþjóð í dag, miðvikudag, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022.

Leikurinn fer fram á Sports Center of FA of Serbia og hefst hann kl. 11:00. Í riðlinum eru einnig Frakkland og Serbía. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram í næstu umferð. Hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.

Vefur UEFA

Ísland mætir svo Frakklandi á laugardag og Serbíu á þriðjudag.

Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt og er leikið með sama fyrirkomulagi og í Þjóðadeild UEFA. Tvær deildir eru í keppninni og er Ísland í A deild. Undankeppnin er eins og áður í tveimur hlutum, en það lið sem endar í neðsta sæti síns riðils í A deild fellur niður í B deild fyrir næsta hluta undankeppninnar. Þau sex lið sem vinna sína riðla í B deild komast upp í stað þeirra ásamt því liði í þeirri deild sem er með bestan árangur í öðru sæti.

Þær sjö þjóðir sem vinna sína riðla í A deild í öðrum hluta undankeppninnar vinna sér inn sæti í lokakeppni EM 2022, en hún verður haldin í Tékklandi 27. júní - 9. júlí það ár.

Byrjunarliðið

Tinna Brá Magnúsdóttir (M)

Birna Kristín Björnsdóttir

Berglind Þrastardóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (F)

Jelena Tinna Kujundzic

Mikaela Nótt Pétursdóttir

Andrea Rut Bjarnadóttir

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

María Catharina Ólafsdóttir Gros

Sædís Rún Heiðarsdóttir