• fös. 24. sep. 2021
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna - 4-1 sigur gegn Serbíu

U17 kvenna vann góðan 4-1 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022.

Ísland byrjaði leikinn vel og var komið tveimur mörkum yfir eftir 19 mínútur, en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði bæði mörkin. Serbía minnkaði muninn aðeins fjórum mínútum síðar, en Katla Tryggvadóttir bætti við þriðja marki Íslands á 40. mínútu. Staðan því 3-1 fyrir Ísland í hálfleik, en Serbíu tókst ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk í lok fyrri hálfleiks.

Aðeins var skorað eitt mark skorað í síðari hálfleik, en það var Margrét Lea Gísladóttir sem skoraði það á 86. mínútu leiksins. Frábær 4-1 sigur staðreynd í fyrsta leik liðsins í undankeppninni.