• fim. 30. sep. 2021

2263. fundur stjórnar KSÍ - 28. september 2021

2263. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn þriðjudaginn 21. september 2021 og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram í Laugardalnum og á Teams.

Mættir stjórnarmenn: Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ingi Sigurðsson, Orri Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson (vék af fundi kl. 18:00).

Mættur varamaður í stjórn: Guðjón Bjarni Hálfdánarson.

Mættir á Teams: Þóroddur Hjaltalín varamaður í stjórn, Jakob Skúlason landshlutafulltrúi VL, Björn Friðþjófsson landshlutafulltrúi NL og Bjarni Ólafur Birkisson landshlutafulltrúi AL.

Fjarverandi: Jóhann Torfason varamaður í stjórn og Tómas Þóroddsson landshlutafulltrúi SL.

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz sem ritaði fundargerð.

Gísli Gíslason varaformaður setti fund stundvíslega kl. 16:00.

1. Fundargerð síðasta fundar var lögð fram en hafði áður verið samþykkt á rafrænan hátt á milli funda:
a. Fundargerð 2262

2. Aukaþing KSÍ, 2. október 2021
a. Kjörnefnd hefur tilkynnt um framboð til formanns, stjórnar og varastjórnar KSÍ. Sjálfkjörið er í allar stöður, þ.á.m. stöðu formanns en Vanda Sigurgeirsdóttir verður fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA.
b. Rætt um ákvæði í lögum KSÍ um lágmarksfjölda þingfulltrúa sem þarf á þingið og fleiri hagnýt atriði tengd aukaþinginu.

3. Landsliðsmál
a. Magnús Gylfason formaður landsliðsnefndar A karla fór yfir málefni liðsins. Fundur var í landsliðsnefnd A karla í morgun. Framundan eru tveir leikir á heimavelli, gegn Armeníu og Liechtenstein.
b. Rætt um verkefni A landsliðs kvenna í október, en liðið leikur gegn Tékklandi og Kýpur á heimavelli.
c. Rætt um komandi verkefni U21 karla sem leikur við Portúgal 12. október næstkomandi á Víkingsvelli.
d. Rætt um yngri landslið. U17 kvenna er nú um mundir í Serbíu og leikur þar í undanriðli EM. Framundan er úrslitaleikur við N-Írland um sæti í milliriðlum EM. Þá eru fleiri verkefni yngri landsliða framundan.

4. Mótamál
a. Rætt um úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna sem fram fer 1. október næstkomandi á Laugardalsvelli en þar leika Breiðablik og Þróttur.
b. Rætt um önnur mótamál, þar á meðal um lok félagaskiptagluggans sem er 16. október næstkomandi.

5. Erindi til stjórnar KSÍ
a. Tölvupóstur til stjórnar KSÍ dags. 27.9.2021 í nafni Öfga ásamt viðhengi. Erindið fært í trúnaðarbók.

6. Verkefni komandi vikna
a. Yfirlit yfir verkefni komandi vikna lagt fram og verður komið í hendur komandi stjórnar.

7. Drög að yfirlýsingu stjórnar á aukaþingi
a. Drög að yfirlýsingu stjórnar fyrir komandi aukaþing voru lögð fram. Lögð verður lokahönd á yfirlýsinguna á stjórnarfundi næstkomandi föstudag.

8. Önnur mál
a. Rætt um málefni fyrrverandi formanns en engin ákvörðun tekin.
b. Rætt um framhaldsþing 75. Íþróttaþings ÍSÍ 9. október næstkomandi. Ekki er heimilt að breyta kjörbréfi KSÍ fyrir framhaldsþingið.

Næsti fundur stjórnar verður föstudaginn 1. október kl. 16:00.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 18:15