• mið. 06. okt. 2021
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - 3-1 sigur gegn Slóveníu

U19 karla vann góðan 3-1 sigur gegn Slóveníu í fyrstu umferð undankeppni EM 2023, en leikið er í Slóveníu.

Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppninni, en Ítalía og Litháen eru einnig í riðlinum.

Hákon Arnar Haraldsson kom Íslandi yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og Orri Steinn Óskarsson tvöfaldaði forystuna á 19. mínútu. Staðan var 2-0 í hálfleik. Slóvenar minnkuðu muninn 53. mínútu, en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Orri Steinn annað mark sitt. Pálmi Rafn Arinbjörnsson gerði sér svo lítið fyrir og varði vítaspyrnu á 68. mínútu og þar við sat. Flottur sigur hjá strákunum í fyrsta leik.

Liðið mætir næst Ítalíu á laugardaginn og hefst sá leikur kl. 13:30.