• þri. 26. okt. 2021
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2022

Miðasala á úrslitakeppni EM 2022

Úrslitakeppni EM A landsliða kvenna fer fram á Englandi sumarið 2022 og eins og kunnugt er verður Ísland á meðal þátttökuþjóða. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 28. október kl. 16:00 að íslenskum tíma í beinu streymi á vef UEFA og vef RÚV og fljótlega að drætti loknum verður hægt að sjá hvar, hvenær og gegn hverjum íslenska liðið muni spila sína leiki.

Miðasala á keppnina fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA.  Almenn miðasala á alla leiki opnar að kvöldi 28. október þar sem hægt verður að sækja um miða á hvaða leik sem er í keppninni (Ballot application window) og er sá gluggi opinn til 16. nóvember.

Miðasala til stuðningsmanna þátttökuliðanna hefst föstudaginn 29. október og stendur til 11. nóvember og munu stuðningsmenn Íslands þar fá tækifæri til að kaupa miða á leiki íslenska liðsins - í svæði stuðningsmanna íslenska liðsins. Gefinn verður út sérstakur hlekkur og kóði sem gerir kaupandanum kleift að velja miða í það svæði við miðakaupin. Hlekkurinn og kóðinn verður sendur á föstudag með tölvupósti til áskrifenda að rafrænu fréttabréfi KSÍ. Þeir stuðningsmenn sem ekki eru nú þegar áskrifendur að rafrænu fréttabréfi KSÍ eru því hvattir til að skrá sig sem fyrst og fá þá kóðann sendan beint í pósthólfið. Skráningu þarf að vera lokið fyrir dráttinn á fimmtudag.

Miðasöluvefur UEFA

Gerast áskrifandi að rafrænu fréttabréfi KSÍ