• mán. 08. nóv. 2021
  • Fræðsla

KSÍ B 4 þjálfaranámskeið

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Helgina 27.-28. nóvember nk. mun KSÍ halda KSÍ B 4 þjálfaranámskeið. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta námskeið er haldið.

Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem hafa lokið KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV A og KSÍ IV B (KSÍ C 1, KSÍ C 2, KSÍ B 1, KSÍ B 2 og KSÍ B 3).

Innifalið í þessu námskeiði er KSÍ B þjálfaraskóli. Þátttakendur hafa frest til 15. febrúar 2022 til að klára KSÍ B þjálfaraskólann. Hann virkar þannig að leiðbeinendur frá KSÍ munu fara til allra þjálfara þrisvar og fylgjast með þeim þjálfa hjá sínu félagi.

Drög að dagskrá námskeiðsins má finna neðst í fréttinni. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Námskeiðsgjaldið er 45.000 kr. Athugið að gjald fyrir KSÍ B þjálfaraskóla er innifalið í verðinu.

Opið er fyrir skráningu en henni lýkur miðvikudaginn 24. nóvember.

Hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/WWcwK8gjDyrz3XmK7

Drög að dagskrá