• fös. 17. des. 2021
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik lýkur leik í Meistaradeild kvenna

Breiðablik hefur lokið keppni í Meistaradeild kvenna þetta árið, en liðið tapaði 0-6 fyrir PSG í París.

Það var ljóst fyrir leikinn að PSG var búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins á meðan Breiðablik átti ekki möguleika á því að komast áfram.

PSG stjórnaði leiknum frá upphafi til enda, voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og vann á endanum 6-0 sigur, en liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, skoraði 25 mörk og fékk ekki á sig neitt. Breiðablik hins vegar endaði í neðsta sæti riðilsins með eitt stig.