• fös. 25. mar. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Hópurinn fyrir tvo leiki í undankeppni HM 2023

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hópinn fyrir leiki gegn Hvíta Rússlandi og Tékklandi.

Leikirnir eru báðir liður í undankeppni HM 2023 og fara þeir báðir fram ytra. Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og svo Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki, en Holland er í því efsta með 11 stig eftir fimm leiki. Tékkland er í þriðja sæti með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland er í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Hópurinn

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 40 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 7 leikir

Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur

Elísa Viðarsdóttir - Valur - 45 leikir

Guðný Árnadóttir - AC Milan - 14 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 99 leikir, 6 mörk

Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 44 leikir

Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 16 leikir, 1 mark

Sif Atladóttir - Selfoss - 86 leikir

Hallbera Guðný Gísladóttir - IFK Kalmar - 125 leikir, 3 mörk

Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 5 leikir, 1 mark

Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 99 leikir, 33 mörk

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 87 leikir, 12 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 22 leikir, 3 mörk

Sara Björk Gunnarsdóttir - Olympique Lyonnis - 136 leikir, 22 mörk

Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 17 leikir, 2 mörk

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 16 leikir, 5 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 60 leikir, 9 mörk

Agla María Albertsdóttir - BK Häcken - 44 leikir, 3 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 16 leikir, 6 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 33 leikir, 2 mörk

Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 5 leikir

Elín Metta Jensen - Valur - 58 leikir, 16 mörk