• sun. 27. mar. 2022
  • Landslið
  • A karla

Mæta Spánverjum í Coruna á þriðjudag

A landslið karla mætir Spánverjum í vináttuleik á Riazor leikvanginum í Coruna á þriðjudag. Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland) þar sem m.a. verður birt byrjunarlið Íslands skömmu fyrir leik og upplýst um helstu atvik leiksins (mörk, skiptingar, o.s.frv.).

KSÍ á Twitter

KSÍ á Facebook

KSÍ á Instagram

Þetta er seinni vináttuleikur beggja liða í þessu landsleikjaglugga. Íslenska liðið mætti Finnum í Murcia á Spáni á laugardag og lauk þeim leik með 1-1- jafntefli. Spánverjar mættu Albönum og unnu 2-1 sigur.

Leikurinn á þriðjudag verður tíunda viðureign þjóðanna í A landsliðum karla. Spánverjar hafa unnið sex sinnum og tvisvar hafa liðið skilið jöfn. Eini íslenski sigurinn hingað til kom á Laugardalsvellinum í september 1991 þegar Ísland vann 2-0 sigur í leik í undankeppni EM 1992. Þorvaldur Örlygsson og Eyjólfur Sverrisson skoruðu mörk Íslands með stuttu millibili í seinni hálfleik.

Skoða fyrri viðureignir