• fim. 07. apr. 2022
  • Fræðsla

Súpufundur fimmtudaginn 7. apríl

Fimmtudaginn 7. apríl kl. 12:00 býður KSÍ upp á súpufund á þriðju hæð á Laugardalsvelli. Fyrirlesarinn er Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Þrótti og formaður KÞÍ.

Þórður hefur útbúið metnaðarfulla námskrá fyrir Knattspyrnudeild Þróttar og mun hann kynna uppbyggingu hennar og einnig hvernig félagið tryggir að unnið sé markvisst eftir námskránni í innan félagsins.

Frítt er á fyrirlesturinn og súpa í boði fyrir þá sem mæta. Streymt verður beint frá fundinum á miðlum KSÍ.

Fyrirlesturinn veitir öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður, 2 endurmenntunarstig ef þeir eru viðstaddir. Þjálfarar sem horfa á Streymið geta einnig fengið endurmenntunarstig. Þeir þurfa að senda póst á undirritaðan og fá sent til baka 2 léttar spurningar úr fyrirlestrinum. Þeir fá endurmenntunarstigin skráð þegar þeir hafa svarað spurningunum.

KSÍ hvetur félögin til að senda fulltrúa frá stjórn knattspyrnudeildar og/eða barna- og unglingaráði á fundinn, þar sem viðfangsefnið höfðar síður við til þeirra en þjálfara.

Skráning á súpufundinn