• fös. 22. júl. 2022
  • Evrópuleikir

Breiðablik og Víkingur R. í góðri stöðu í Sambandsdeild UEFA

Breiðablik og Víkingur R. sigruðu sína leiki í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA í gær.

Breiðablik tók á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og sigruðu heimamenn leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Mörk Blika skoruðu Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Síðari leikur liðanna fer fram í Svartfjallalandi þann 28. júlí.

Víkingur R. tók á móti The New Saints frá Wales. Víkingar sigruðu leikinn, líkt og Breiðablik, með tveimur mörkum gegn engu. Kristall Máni Ingason skoraði bæði mörkin úr vítaspyrnu. Síðari leikur Víknigs R. og The New Saints fer fram í Wales þann 26. júlí.