• mið. 17. ágú. 2022
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik og Valur hefja leik á fimmtudag í Meistaradeild kvenna

Breiðablik og Valur leika á fimmtudag fyrstu leiki sína í undankeppni Meistaradeild kvenna.

Valur mætir FC Hayasa frá Armeníu í fyrstu umferð á meðan Breiðablik mætir Rosenborg frá Noregi. Leikur Vals hefst kl. 09:00 en leikur Breiðabliks kl. 16:00.

Sigurvegari úr leik Vals og FC Hayasa mætir svo Pomurje Beltinci frá Slóveníu eða Shelbourne frá Írlandi í næstu umferð. Takist Breiðablik að slá út Rosenborg mætir liðið annað hvort FC Minsk frá Hvíta Rússlandi eða Slovácko frá Tékklandi. Önnur umferð verður leikin 21. ágúst og verður þar spilað um sæti í síðustu umferð undankeppninnar fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar.