• þri. 27. sep. 2022
  • Landslið
  • A karla

Jafntefli í Tirana

A landslið karla gerði í kvöld, þriðjudagskvöld, 1-1- jafntefli við Albani í Þjóðadeild UEFA þegar liðin mættust í Tirana, höfuðborg Albaníu.  Jöfnunarmark Íslands kom í uppbótartíma og tryggði íslenska liðinu 2. sæti riðilsins.

Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir íslenska liðið og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald snemma leiks.  Heimamenn voru sterkari það sem eftir var fyrri hálfleiks og náðu forystunni á 35. mínútu.  Íslenska liðið lék síðan vel í seinni hálfleik og var sterkara liðið lengst af þrátt fyrir að vera manni færri.  Sóknarleikurinn bar árangur seint í uppbótartíma þegar Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark eftir fyrirgjöf Þóris Jóhanns Helgasonar við mikinn fögnuð Íslendinganna.  Fyllilega verðskuldað eftir mikla baráttu íslenska liðsins.

Lokastaða riðilsins í Þjóðadeildinni var þá þannig að Ísrael hafnaði í efsta sæti og fer í A-deild Þjóðadeildar UEFA, Ísland tekur 2. sætið með fjögur jafntefli í fjórum leikjum og Albanir koma þar á eftir.  Rússar falla í C-deild.  Íslenska liðið er nú taplaust í 6 leikjum og það hefur aðeins gerst þrisvar sinnum áður í sögu liðsins.

A landslið karla