• mán. 17. okt. 2022
  • Landslið
  • U15 karla

U15 karla - lokastaðan á UEFA Development Tournament

U15 karla lék á dögunum á UEFA Development Tournament í Slóveníu.

Ísland lék þar gegn Slóveníu, Norður Írlandi og Lúxemborg og stóð liðið sig mjög vel á mótinu. Norður Írar voru fyrstu mótherjar liðsins og endaði sá leikur 3-3 eftir venjulegan leiktíma, en ef jafnt var á þeim tímapunkti var gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara. Íslenska liðið stóðst pressuna og vann 3-2 í vítaspyrnukeppni. Tómas Óli Kristjánsson, Karan Gurung og Viktor Bjarki Daðason skoruðu mörk Íslands. Reglur mótsins eru þannig að þegar leikur endar með jafntefli þá er farið í vítaspyrnukeppni. Það lið sem vinnur hana fær eitt aukastig, en Ísland krækti sér í tvö slík á mótinu.

Næst mætti liðið Lúxemborg og vannst þar góður 2-0 sigur með mörkum frá Mihajlo Rajakovac og Tómasi Óla Kristjánssyni. Ísland mætti svo heimamönnum í Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu og eftir skemmtilegan leik urðu lokatölur 1-1, en Ketill Orri Ketilsson skoraði mark Íslands í leiknum. Aftur var gripið til vítaspyrnukeppni og aftur var það Ísland sem stóð uppi sem sigurvegari, 4-2. 

Ísland endaði því í 2. sæti mótsins með sjö stig, eins og Slóvenía en heimamenn voru með betri markatölu.

Flott frammistaða hjá liðinu og verður gaman að fylgjast með því á næstu árum.