• fim. 03. nóv. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - nýtt fyrirkomulag fyrir undankeppni EM 2025

Mynd - Mummi Lú

UEFA hefur tilkynnt um nýtt fyrirkomulag fyrir undankeppni EM 2025.

Þjóðadeild hefst næsta haust þar sem leikið verður í þremur deildum þar sem lið leika í fjögurra liða riðlum. Ísland hefur Þjóðadeildina í A deild. Liðin fjögur sem lenda í neðsta sæti síns riðils falla niður í B deild fyrir undankeppni EM 2025. Dregið verður í riðla fyrir Þjóðadeildina í apríl 2023.

Undankeppni EM hefst svo vorið 2024 og verður fyrirkomulagið þar líkt og í Þjóðadeildinni, leikið verður í fjögurra liða riðlum í þremur deildum. Þau lið sem enda í tveimur efstu sætum riðlanna í A deild komast beint áfram í lokakeppni EM 2025. Liðin í þriðja og fjórða sæti A deildar fara í umspil ásamt liðum í B og C deild.

Umspilið er leikið í tveimur umferðum.

Fyrri umferð

Fyrri umferðinni er skipt í tvennt. Annars vegar mætast þar þau lið sem lenda í 3. og 4. sæti riðlanna í A deild liðum úr C deild, en þau lið sem enda í efsta sæti sinna riðla þar ásamt þeim þremur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti komast í umspilið. Leikið er heima og að heiman. Hins vegar mætast lið í B deild innbyrðist um sæti í seinni umferðinni.

Seinni umferð

Hér mætast þau lið sem komust áfram úr fyrri umferð, en um er að ræða sjö viðureignir. Þær þjóðir sem vinna sína viðureign komast áfram í lokakeppni EM.

Á vef UEFA má finna ítarlega útskýringu á nýja fyrirkomulaginu, en það mun einnig vera nýtt fyrir undankeppni HM 2027.

Frekar upplýsingar á vef UEFA